Einar Jökull fékk níu og hálft ár í Fáskrúðsfjarðarmáli og felldi tár 15. febrúar 2008 09:23 Frá Seyðisfirði. Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð. Pólstjörnumálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð.
Pólstjörnumálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira