Innlent

Ég verð fljótt spræk á ný -Svandís Svavarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri-grænna á von á að verða orðin spræk eftir stuttan tíma en hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gær eftir að slasast um borð í flugvél. Hún segir engann eftirmál verða af atvikinu af sinni hálfu.

Svandís var í var um borð í flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Reykjavík til Egilsstaða þegar að flugvélin lenti í ókyrrð. Við það losnaði sæti Svandísar, hún hentist til og fékk högg á höfuðið. Svandís segir að henni hafi brugðið nokkuð.

Læknir á Egilsstöðum sem skoðaði Svandísi ákvað að senda hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur til nánari rannsóknar. Svandís reyndist hafa tognað á hálsi og eru meiðsl hennar ekki alvarleg.

Sjúkraflugvélin lenti á Reykavíkurflugvelli á sjötta tímanum en þaðan var farið með Svandísi á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Þar gengst hún undir rannsókn en á þessari stundu er ekkert sem bendir til að hún sé alvarlega slösuð.

Svandís var á leið frá Reykjavík til Egilsstaða þegar slysið varð. Hún var að fara á fund Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hún er varamaður. Dagur B. Eggertsson með henni í för en Dagur sem er læknir hlúði að henni eftir slysið.

Tuttugu og þrír farþegar voru í vélinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu slasaðist farþeginn sem sat í sætinu fyrir aftan Svandísi á fótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×