Fótbolti

Eiður: Ég var ekki framherjinn sem Barcelona þurfti

AFP

Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel á miðjunni hjá Barcelona upp á síðkastið og í viðtali við Reuters fréttastofuna viðurkennir Eiður að hann hafi á sínum tíma líklega ekki verið sá framherji sem Barcelona vildi fá til að fylla skarð Henrik Larsson.

"Ég var örugglega ekki alveg framherjinn sem Barcelona var að leita að á sínum tíma. Ég var vanur því að spila 4-4-2 og þar var ég annar framherji hjá Chelsea. Þegar við byrjuðum að spila 4-3-3 þar var ég settur í níuna með þá Robben go Cole á vængjunum þar sem ég spilaði sem fremsti maður," sagði Eiður.

Eiður hefur verið orðaður við mörg félög á Englandi, en hann fékk loksins tækifæri með Barcelona og þá á miðjunni.

"Að mínu mati nýtast hæfileikar mínir best í þessari stöðu þar sem ég get svo hlaupið inn í teiginn og komið varnarmönnum á óvart. Xavi, Andrés Iniesta og Deco eru allir frábærir leikmenn, en þeir eru minni leikmenn með líka styrkleika. Ég er öðruvísi leikmaður sem kemur með aðra kosti inn í spilið, en þegar öllu er á botninn hvolft, er það þjálfarinn sem ræður þessu," sagði Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×