Tónlist

Framlag May í ruslið

Framlagi Brians May til plötu Guns ´N´ Roses var hent í ruslið.
Framlagi Brians May til plötu Guns ´N´ Roses var hent í ruslið.

Axl Rose, forsprakki Guns "N" Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítarleikari í laginu Catcher N" The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku," sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag."

Chinese Democracy er væntanleg 23. nóvember. Platan hefur verið í fjórtán ár í vinnslu og talið er að hún hafi kostað Axl Rose tvær milljónir dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.