Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 13:18 Birgir Leifur er í þokkalegum málum á Spáni. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Hann lék á 72 höggum, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum í gær, og er sem stendur í 64.-83. sæti. Sem stendur er því spáð að þeir kylfingar sem eru á einu höggi yfir pari komist ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék tólf holur á pari í dag, fékk þrjá fugla og þrjá skolla. Hann náði tveimur fuglum í röð á þrettándu og fjórtándu holu en fékk svo skolla á fimmtándu. Hann paraði svo síðustu þrjár holurnar. Meðal þekktra kylfinga á mótinu má nefna Bandaríkjamanninn John Daly sem lék á 70 höggum í dag en er samtals á einu höggi yfir pari. Það eru því sáralitlar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Heimamaðurinn Miguel Angel Jimenez er í góðum málum á sjö höggum undir pari en hann lék á 67 höggum í dag. Hann er sem stendur í 5.-7. sæti. Skotinn Colin Montgomerie lék á pari í dag og er á tveimur höggum undir pari í 41.-53. sæti. Spánverjinn Ignacio Garrido hefur forystu en hann lék á níu höggum undir pari í dag og er á samtals fimmtán höggum undir pari. Hann hefur fimm högga forystu á Svíann Martin Erlandsson sem hefur þó aðeins lokið níu holum í dag.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti