Dollarinn styrkist enn 11. september 2008 11:23 Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira