Viðskipti erlent

DeCode í nýjum lægðum

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll enn á ný í dag, í þetta sinn um heil sextán prósent, á afar svörtum degi í bandarískum fjármálalífi. Gengið endaði í 42 sentum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Það stóð við áramót í 3,6 dölum á hlut. Það hefur fallið um fimmtíu prósent í vikunni. Félagið var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum í júlí árið 2000. Það fór hæst í rúman 31 dal á fyrsta degi og hefur fallið nokkuð jafnt æ síðan, þó með sveiflum, síðastliðin átta ár. Dæmi eru um að bréf í líftæknifyrirtækinu hafi farið á allt að 65 dali á hlut á gráa markaðnum áður en það var skráð á markað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×