Viðskipti innlent

Straumur hækkaði mest í dag

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans.
Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í Teymi, sem féll um 17,65 prósent. Þá hækkaði Atorka um 3,97 prósent, Spron um 3,13 prósent, bréf Glitnis um 2,8 prósent og Existu um 2,7 prósent. Bréf Teymis féllu um 17,65 prósent í viðskiptum upp á 11.200 krónur. Gengi bréfa í Eik banka féll um 4,76 prósent og Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 4,43 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,27 prósent og stendur hún í 4.220 stigum. Vísitalan hefur legið undir 4.200 stigum frá byrjun septembermánaðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×