Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 12. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira