Erlent

Skýrslutökur yfir Elisabeth Fritzl hafnar

Saksóknari í Austurríki er byrjaður að taka skýrslur af Elisabeth Fritzl, sem var haldið nauðugri í kjallara föður síns, í 24 ár.

Saksóknari segir að rannsóknin snúist meðal annars um að finna út hvers vegna eitt af þeim sjö börnum sem Elisabeth ól í kjallaranum lést. Skýrslutökur yfir Elisabeth verða teknar upp á myndband þannig að hún þurfi ekki að mæta sjálf fyrir rétt.

Búist er við að formleg ákæra gegn Josef Fritzl, föður Elísabethar, verði tilbúin eftir fáeina mánuði og réttarhöld geti því hafist síðar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×