Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina 7. október 2008 21:41 Miðlarar á bandarískum fjármálamörkuðum í vikunni. Mynd/AP Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira