Viðskipti innlent

Krónan veiktist minna en aðrar hávaxtamyntir

„Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum. Gengi annarra hávaxtamynta hefur sömuleiðis lækkað mikið í gær og í dag, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis. Gengi krónunnar veiktist um 1,2 prósent í dag og hefur það aldrei verið veikara. Gengisvísitalan rauk upp í tæp 173 stig þegar mest lét en endaði í tæpum 171,7 stigum. Gengi annarra hávaxtamynta féll um tvö til þrjú prósent. Bandaríkjadalur kostar nú heilar 92,3 krónur og hefur ekki verið dýrari gagnvart krónu síðan í enda maí árið 2002. Ein evra kostar 130,6 krónur, eitt breskt pund 164,4 krónur og ein dönsk króna 17,5 krónur íslenskar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×