Viðskipti innlent

Útboði Marel Food Systems lokið

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/E.Ól
Rétt rúmlega tuttugu milljón hlutir að nafnvirði seldust í hlutafjárútboði Marel Food Systems, sem lauk klukkan fjögur í gær. Verðið var 70 krónur á hlut og því námu heildarviðskiptin 1,4 milljörðum króna.

Stjórn Marel tók öllum tilboðum sem voru að stærstum hluta frá lífeyrissjóðum.

Tilgangur útboðsins var að styrkja fjárhag félagsins enn frekar og auka viðskipti með hlutabréf þess, líkt og segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra, að hann sé ánægður með undirtektir fjárfesta við mjög óvenjuleg skilyrði á fjármálamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×