Viðskipti erlent

Englandsbanki opnar bönkum dyrnar á gátt

Mervin King, seðlabankastjóri, ásamt Alaistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Mervin King, seðlabankastjóri, ásamt Alaistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP
Englandsbanki hefur rýmkað reglur um veð sem gerir breskum bönkum auðveldara um vik að sækja sér lausafé. Í tilkynningu sem bankinn sendir frá sér í dag segir að hann hafi ákveðið að gera þetta vegna lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að bankinn muni beita öllu sínu til að gera bönkum kleift að ná sér í lausafé. Ríkisútvarpið breska segir Englandsbanka hafa fram til þess einungis tekið við veðum með hæsta gæðastimpli frá bönkunum. Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, bætir því við að bankar og fjármálafyrirtæki í Bretlandi hafi lagt nær allt fram og hafi Englandsbanki því brugðist við því með rýmri veðheimildum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×