Fótbolti

Ryan Giggs kominn fram úr Raul

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs fagnar hér marki sínu í gær.
Ryan Giggs fagnar hér marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs skoraði í gær sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þrettán keppnistímabilum í Meistaradeildinni.

Raul, leikmaður Real Madrid, á enn eftir að skora á núverandi keppnistímabili og getur jafnað árangur Giggs ef hann gerir það.

Giggs lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni þann 14. september er hann skoraði tvö mörk í sigri Manchester United á IFK Gautaborg, 4-2. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 107 leikjum í Meistaradeildinni. Giggs skoraði þó ekkert mark í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili.

Giggs á alls að baki 770 leiki í öllum keppnum með Manchester United og hefur hann skorað í þeim 146 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×