Hálfur heimurinn er í eða á barmi kreppu 27. ágúst 2008 00:01 Þó að kippur hafi komið í einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi búast verslunarmenn við miklum samdrætti í eftirspurn á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Fjölmargar vel þekktar verslana- og veitingahúsakeðjur á borð við Linens & Things, Gap, Starbucks og Ann Taylor hafa þegar lagt upp laupana eða stefna á samdrátt. NordicPhotos/GettyImages Efnahagsvandræði þau sem hófust með undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hafa nú breiðst út um nær allan heim. Samkvæmt nýrri skýrslu Goldman Sachs sem birt var á fimmtudag í síðustu viku er helmingur heimshagkerfisins í kreppu eða á barmi hennar. Hagfræðingar hjá UBS spá því nú að vöxtur heimshagkerfisins verði 2,9 prósent í ár og meta líkur á heimskreppu (sem í þessu tilfelli er skilgreind sem hagvöxtur innan við 2,5 prósent) rétt um tuttugu prósent. Sú spá byggist þó á því að hagvöxtur í Kína verði yfir tíu prósentum í ár og því næsta. Það hefur því vakið áhyggjur að kínversk stjórnvöld skuli hafa endurskoðað hagvaxtarspár sínar fyrir árið í ár og geri nú ráð fyrir um 9,5 prósenta vexti.Engin kreppa vestanhafs?Í ljósi þess að lánsfjárkreppan hófst vestanhafs hefur vakið athygli að hagkerfi Bandaríkjanna virðist hafa staðist samdráttinn einna best. Þó að smávægilegur samdráttur hafi orðið á síðasta ársfjórðungi 2007 var hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi í ár 1,9 prósent. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að undanförnu er það ekki nema 5,7 prósent, 0,1 prósenti undir meðaltalinu frá 1960 til 2000. Robert Samuelson hélt því reyndar fram í nýlegri grein í The Washington Post að það eftirtektarverðasta við efnahagsástandið í Bandaríkjunum væru hversu öflugt það væri. Ef litið væri til hefðbundinna mælieininga væri engin kreppa í Bandaríkjunum. Í fjölmiðlum er því oft fleygt að ekki sé hægt að tala um kreppu nema hagvöxtur sé neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Í Bandaríkjunum eru kreppur þó skilgreindar með mun formlegri hætti. Um það sér sjálfstæð rannsóknarstofnun, National Bureau of Economic Resarch, NBER, sem skilgreinir kreppu sem „umtalsverðan samdrátt í efnahagsstarfsemi“ og tekur ekki aðeins tillit til lengdar samdráttar, heldur annarra þátta, svo sem atvinnuleysis, smásölu og ráðstöfunartekna. Undanfarið hafa spunnist miklar umræður um hver dómur NBER verði, en bent hefur verið á að allar kreppur eftirstríðsáranna eigi það sameiginlegt að að meðaltali sex mánuðum eftir að kreppa hefst hafi störfum í einkageira fækkað miðað við sama tíma árið áður. Þessu marki var náð í maí, sem bendir, líkt og opinberar hagvaxtartölur, til þess að kreppan hafi byrjað á þriðja ársfjórðungi 2007. Hagvaxtartölur blekkjandiÞá hafa margir bent á að hagvaxtarkippur síðustu þriggja mánaða skrifist að mestu á sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í apríl og maí sendi ríkissjóður út ávísanir til skattgreiðenda, allt að 150.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þar sem áhrif þessarar innspýtingar hafa nú horfið er búist við að einkaneysla muni aftur dragast saman á næstu mánuðum. Þeir sem ráða í atvinnulífinu virðast sömu skoðunar, því þrátt fyrir kipp í einkaneyslu réðu verslanir ekki nýja starfsmenn, heldur drógu úr fjárfestingum og nýjum pöntunum. Þá hefur verið bent á að opinberar tölur ofmeti hagvöxt, því notast hafi verið við of lágt verðbólguviðmið, 2,5 prósent, meðan verðbólga var nærri fjórum prósentum. Ef viðmiðið er of lágt ofmetur það hagvöxt. Svartsýni neytendaDeilan um hvort kreppa sé í raun og veru hafin í Bandaríkjunum varð að bitbeini stjórnmálanna fyrr í sumar þegar dr. Phil Gramm, helsti efnahagsmálaráðgjafi John McCain, staðhæfði að krepputal og barlómur neytenda væri til marks um að Bandaríkjamenn skildu ekki hversu gott þeir hefðu það: „Við Bandaríkjamenn erum orðnir hálfgerð vælukjóaþjóð“ og „kreppan er í raun andlegt fyrirbæri“. Þó að McCain hafi svarið af sér Gramm í kjölfar ummælanna voru þau innlegg í umræðu sem enn hefur ekki fengist botn í: Hvað skýrir að væntingavísitölur skuli mælast í lágmarki á sama tíma og atvinnuleysi er tiltölulega lítið? Hagfræðingar hafa lagt fram ólíkar skýringar fyrir þessu misræmi, allt frá því að fréttir af vandræðum fjármálastofnana hafi grafið undan tiltrú almennings á fjármálastjórninni og undirstöðustofnunum markaðshagkerfisins, til þess að hátt bensínverð hafi óeðlilega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, enda séu bílar mikilvægir fyrir bandaríska menningu. Líklegasta skýringin er þó án efa 20,3 prósenta verðfall íbúðarhúsnæðis síðan 2006, því verðhrun á íbúðarhúsnæði hefur víðtækari áhrif á neytendur en til dæmis kauphallarhrun. Þegar „internetblaðran“ sprakk 2001 átti ekki nema 21 prósent Bandaríkjamanna hlutabréf, meðan 68 prósent teljast fasteignaeigendur. Verðfall fasteigna hefur haft þeim mun alvarlegri áhrif vegna þess að á síðustu árum hafa Bandaríkjamenn í stórum stíl tekið út verðhækkanirnar í formi endurfjármögnunar á eldri lánum. Þessi skuldsetning hefur knúið einkaneyslu og verið á bak við 1 til 3 prósent hagvaxtar á ári síðan 2001. Eiginfjárhlutfall í íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum er nú komið niður í 45 prósent og hefur aldrei verið lægra. Á sama tíma hefur einkasparnaður þornað upp. Á eftirstríðsárunum var hann á bilinu 8 til 11 prósent en var orðinn neikvæður um 0,6 prósent 2006. Neytendur eru því mjög skuldsettir, og eignir þeirra að mestu bundnar í fasteignum sem halda áfram að falla í verði. Það er því minna borð fyrir báru hjá flestum neytendum í þessari kreppu en öðrum kreppum eftir seinna stríð. Þetta ástand getur ekki varað til lengdar, en meðan heimilin eru að vinda ofan af skuldum sínum mun það koma niður á einkaneyslu. David Rosenberg, hagfræðingur hjá Merrill Lynch, benti nýverið á að vaxta- og afborganabyrði bandarískra heimila væri 14,1 prósent af tekjum, en þyrfti að falla niður í um 10,5 prósent. Þess má geta að vaxtabyrði heimilanna á Íslandi er nú um 10 prósent. Rosenberg bendir á að til þess að þetta markmið náist þurfi skuldir heimilanna að lækka um tvö þúsund milljarða dollara, sem muni aðeins takast með auknum sparnaði og stórfelldum samdrætti í einkaneyslu. Aðrir hafa talið að þessu marki verði helst náð með stórfelldum niðurfellingum á lánum. Nouriel Roubini, hagfræðingur við New York-háskóla, hefur þannig spáð því að bankar í Bandaríkjunum muni þurfa að afskrifa minnst 1,5 billjónir dollara í viðbót við þá 500 milljarða sem þegar hafa verið afskrifaðir. Slíkar afskriftir munu leiða til fjöldagjaldþrota í bankaheiminum. Hvort svörtustu spár rætast mun að mestu ráðast af því hvernig þróun verður á bandarískum fasteignamörkuðum: Því fyrr sem fasteignaverð hættir að lækka, því líklegri eru neytendur til að vinda ofan af skuldum sínum með sparnaði, frekar en því að velta þeim aftur á skuldunauta sína. Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagsvandræði þau sem hófust með undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hafa nú breiðst út um nær allan heim. Samkvæmt nýrri skýrslu Goldman Sachs sem birt var á fimmtudag í síðustu viku er helmingur heimshagkerfisins í kreppu eða á barmi hennar. Hagfræðingar hjá UBS spá því nú að vöxtur heimshagkerfisins verði 2,9 prósent í ár og meta líkur á heimskreppu (sem í þessu tilfelli er skilgreind sem hagvöxtur innan við 2,5 prósent) rétt um tuttugu prósent. Sú spá byggist þó á því að hagvöxtur í Kína verði yfir tíu prósentum í ár og því næsta. Það hefur því vakið áhyggjur að kínversk stjórnvöld skuli hafa endurskoðað hagvaxtarspár sínar fyrir árið í ár og geri nú ráð fyrir um 9,5 prósenta vexti.Engin kreppa vestanhafs?Í ljósi þess að lánsfjárkreppan hófst vestanhafs hefur vakið athygli að hagkerfi Bandaríkjanna virðist hafa staðist samdráttinn einna best. Þó að smávægilegur samdráttur hafi orðið á síðasta ársfjórðungi 2007 var hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi í ár 1,9 prósent. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að undanförnu er það ekki nema 5,7 prósent, 0,1 prósenti undir meðaltalinu frá 1960 til 2000. Robert Samuelson hélt því reyndar fram í nýlegri grein í The Washington Post að það eftirtektarverðasta við efnahagsástandið í Bandaríkjunum væru hversu öflugt það væri. Ef litið væri til hefðbundinna mælieininga væri engin kreppa í Bandaríkjunum. Í fjölmiðlum er því oft fleygt að ekki sé hægt að tala um kreppu nema hagvöxtur sé neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Í Bandaríkjunum eru kreppur þó skilgreindar með mun formlegri hætti. Um það sér sjálfstæð rannsóknarstofnun, National Bureau of Economic Resarch, NBER, sem skilgreinir kreppu sem „umtalsverðan samdrátt í efnahagsstarfsemi“ og tekur ekki aðeins tillit til lengdar samdráttar, heldur annarra þátta, svo sem atvinnuleysis, smásölu og ráðstöfunartekna. Undanfarið hafa spunnist miklar umræður um hver dómur NBER verði, en bent hefur verið á að allar kreppur eftirstríðsáranna eigi það sameiginlegt að að meðaltali sex mánuðum eftir að kreppa hefst hafi störfum í einkageira fækkað miðað við sama tíma árið áður. Þessu marki var náð í maí, sem bendir, líkt og opinberar hagvaxtartölur, til þess að kreppan hafi byrjað á þriðja ársfjórðungi 2007. Hagvaxtartölur blekkjandiÞá hafa margir bent á að hagvaxtarkippur síðustu þriggja mánaða skrifist að mestu á sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í apríl og maí sendi ríkissjóður út ávísanir til skattgreiðenda, allt að 150.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þar sem áhrif þessarar innspýtingar hafa nú horfið er búist við að einkaneysla muni aftur dragast saman á næstu mánuðum. Þeir sem ráða í atvinnulífinu virðast sömu skoðunar, því þrátt fyrir kipp í einkaneyslu réðu verslanir ekki nýja starfsmenn, heldur drógu úr fjárfestingum og nýjum pöntunum. Þá hefur verið bent á að opinberar tölur ofmeti hagvöxt, því notast hafi verið við of lágt verðbólguviðmið, 2,5 prósent, meðan verðbólga var nærri fjórum prósentum. Ef viðmiðið er of lágt ofmetur það hagvöxt. Svartsýni neytendaDeilan um hvort kreppa sé í raun og veru hafin í Bandaríkjunum varð að bitbeini stjórnmálanna fyrr í sumar þegar dr. Phil Gramm, helsti efnahagsmálaráðgjafi John McCain, staðhæfði að krepputal og barlómur neytenda væri til marks um að Bandaríkjamenn skildu ekki hversu gott þeir hefðu það: „Við Bandaríkjamenn erum orðnir hálfgerð vælukjóaþjóð“ og „kreppan er í raun andlegt fyrirbæri“. Þó að McCain hafi svarið af sér Gramm í kjölfar ummælanna voru þau innlegg í umræðu sem enn hefur ekki fengist botn í: Hvað skýrir að væntingavísitölur skuli mælast í lágmarki á sama tíma og atvinnuleysi er tiltölulega lítið? Hagfræðingar hafa lagt fram ólíkar skýringar fyrir þessu misræmi, allt frá því að fréttir af vandræðum fjármálastofnana hafi grafið undan tiltrú almennings á fjármálastjórninni og undirstöðustofnunum markaðshagkerfisins, til þess að hátt bensínverð hafi óeðlilega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, enda séu bílar mikilvægir fyrir bandaríska menningu. Líklegasta skýringin er þó án efa 20,3 prósenta verðfall íbúðarhúsnæðis síðan 2006, því verðhrun á íbúðarhúsnæði hefur víðtækari áhrif á neytendur en til dæmis kauphallarhrun. Þegar „internetblaðran“ sprakk 2001 átti ekki nema 21 prósent Bandaríkjamanna hlutabréf, meðan 68 prósent teljast fasteignaeigendur. Verðfall fasteigna hefur haft þeim mun alvarlegri áhrif vegna þess að á síðustu árum hafa Bandaríkjamenn í stórum stíl tekið út verðhækkanirnar í formi endurfjármögnunar á eldri lánum. Þessi skuldsetning hefur knúið einkaneyslu og verið á bak við 1 til 3 prósent hagvaxtar á ári síðan 2001. Eiginfjárhlutfall í íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum er nú komið niður í 45 prósent og hefur aldrei verið lægra. Á sama tíma hefur einkasparnaður þornað upp. Á eftirstríðsárunum var hann á bilinu 8 til 11 prósent en var orðinn neikvæður um 0,6 prósent 2006. Neytendur eru því mjög skuldsettir, og eignir þeirra að mestu bundnar í fasteignum sem halda áfram að falla í verði. Það er því minna borð fyrir báru hjá flestum neytendum í þessari kreppu en öðrum kreppum eftir seinna stríð. Þetta ástand getur ekki varað til lengdar, en meðan heimilin eru að vinda ofan af skuldum sínum mun það koma niður á einkaneyslu. David Rosenberg, hagfræðingur hjá Merrill Lynch, benti nýverið á að vaxta- og afborganabyrði bandarískra heimila væri 14,1 prósent af tekjum, en þyrfti að falla niður í um 10,5 prósent. Þess má geta að vaxtabyrði heimilanna á Íslandi er nú um 10 prósent. Rosenberg bendir á að til þess að þetta markmið náist þurfi skuldir heimilanna að lækka um tvö þúsund milljarða dollara, sem muni aðeins takast með auknum sparnaði og stórfelldum samdrætti í einkaneyslu. Aðrir hafa talið að þessu marki verði helst náð með stórfelldum niðurfellingum á lánum. Nouriel Roubini, hagfræðingur við New York-háskóla, hefur þannig spáð því að bankar í Bandaríkjunum muni þurfa að afskrifa minnst 1,5 billjónir dollara í viðbót við þá 500 milljarða sem þegar hafa verið afskrifaðir. Slíkar afskriftir munu leiða til fjöldagjaldþrota í bankaheiminum. Hvort svörtustu spár rætast mun að mestu ráðast af því hvernig þróun verður á bandarískum fasteignamörkuðum: Því fyrr sem fasteignaverð hættir að lækka, því líklegri eru neytendur til að vinda ofan af skuldum sínum með sparnaði, frekar en því að velta þeim aftur á skuldunauta sína.
Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira