Ellefu bankamenn gætu greitt 1700 kennurum eða 2500 löggum árslaun Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 1. ágúst 2008 14:35 MYND/Stefán B. Önundarson Margt nýtilegt mætti gera við þá rétt tæpu fjóra milljarða sem ellefu tekjuhæstu bankamennirnir fengu í tekjur á síðasta ári en þetta eru þeir ellefu bankamenn sem fengu yfir tuttugu milljónir á mánuði í tekjur. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um notkun fjögurra milljarða: - Það væri hægt að greiða hátt í átta hundruð hjúkrunarfræðingum grunnlaun í ár (samkv. lægsta taxta af heimasíðu Fíh) - Almennur rekstur Listaháskólans væri hólpinn í nærri átta ár (samkv. Fjárlögum 2008) - Það tæki Þórhall Gunnarsson, ritstjóra Kastljóssins, rúm 415 ár að vinna sér inn þessa upphæð (miðað við mánaðarlaun hans í fyrra) - Hægt væri að borga Kobe Bryant árslaun og nokkra mánuði til (samkv. Forbes um áætlaðar heildartekjur hans í ár) - Það væri hægt að greiða yfir sautján hundruð grunnskólakennurum undir þrítugu grunnlaun í ár (samkv. lægsta taxta af heimasíðu KÍ) - Þú gætir kallað Árna Johnsen glæpamann og stórslys átta hundrað sinnum í fjölmiðlum (miðað við miskabótakröfu Árna Johnsen á hendur Agnesi Bragadóttur) - Hægt væri að setja saman 2500 manna lið af ófaglærðum lögregluþjónum og borgað því grunnlaun í heilt ár (samkv. taxta af heimasíðu LL) -Yfir 250 Range Rover Sport af dýrustu gerð væri hægt að smella á götuna (samkv. verðlista B&L) - Ársframlög Íslands til þróunaraðstoðar til Malaví mætti rúmlega þrettánfalda (samkv. árskýrslu ÞSSÍ 2007) Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. 1. ágúst 2008 08:55 Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1. ágúst 2008 11:10 Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1. ágúst 2008 11:52 Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur. 1. ágúst 2008 09:28 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Margt nýtilegt mætti gera við þá rétt tæpu fjóra milljarða sem ellefu tekjuhæstu bankamennirnir fengu í tekjur á síðasta ári en þetta eru þeir ellefu bankamenn sem fengu yfir tuttugu milljónir á mánuði í tekjur. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um notkun fjögurra milljarða: - Það væri hægt að greiða hátt í átta hundruð hjúkrunarfræðingum grunnlaun í ár (samkv. lægsta taxta af heimasíðu Fíh) - Almennur rekstur Listaháskólans væri hólpinn í nærri átta ár (samkv. Fjárlögum 2008) - Það tæki Þórhall Gunnarsson, ritstjóra Kastljóssins, rúm 415 ár að vinna sér inn þessa upphæð (miðað við mánaðarlaun hans í fyrra) - Hægt væri að borga Kobe Bryant árslaun og nokkra mánuði til (samkv. Forbes um áætlaðar heildartekjur hans í ár) - Það væri hægt að greiða yfir sautján hundruð grunnskólakennurum undir þrítugu grunnlaun í ár (samkv. lægsta taxta af heimasíðu KÍ) - Þú gætir kallað Árna Johnsen glæpamann og stórslys átta hundrað sinnum í fjölmiðlum (miðað við miskabótakröfu Árna Johnsen á hendur Agnesi Bragadóttur) - Hægt væri að setja saman 2500 manna lið af ófaglærðum lögregluþjónum og borgað því grunnlaun í heilt ár (samkv. taxta af heimasíðu LL) -Yfir 250 Range Rover Sport af dýrustu gerð væri hægt að smella á götuna (samkv. verðlista B&L) - Ársframlög Íslands til þróunaraðstoðar til Malaví mætti rúmlega þrettánfalda (samkv. árskýrslu ÞSSÍ 2007)
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. 1. ágúst 2008 08:55 Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1. ágúst 2008 11:10 Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1. ágúst 2008 11:52 Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur. 1. ágúst 2008 09:28 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. 1. ágúst 2008 08:55
Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1. ágúst 2008 11:10
Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1. ágúst 2008 11:52
Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur. 1. ágúst 2008 09:28