Fótbolti

Laudrup á leið frá Getafe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Getafe.
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Getafe. Nordic Photos / AFP

Michael Laudrup hefur tilkynnt forráðamönnum Getafe að hann muni ekki stýra liðinu á næsta keppnistímabili.

Líklegt er talið að hann muni taka við stórliði en Getafe náði góðum árangri í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og komst langt í UEFA-bikarkeppninni.

Þá hefur umboðsmaður Laudrup gagnrýnt liðið mikið og hefur það haft sitt að segja í málinu. Umboðsmaðurinn, Bayram Tatumlu, sagði að Getafe hefði unnið titil í vetur ef markvörður liðsins hefði staðið sig betur. Hann lét önnur vel valin orð falla um leikmenn Getafe og það fór illa í forráðamenn liðsins.

Meðal þeirra félaga sem eru sögð fylgjast með Laudrup eru Sevilla, Valencia, Chelsea og Manchester City. Laudrup er nú frjálst að ræða við önnur lið.

Getafe hafa þegar sett Gonzalo Arconada efstan á óskalista sinn um eftirmann Laudrup en hann stýrði Numancia í efstu deild á Spáni nú í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×