Viðskipti erlent

Japanir tapa á Samúræjabréfum Kaupþings

Japanska fjárfestingabankinn Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki landsins, tapaði 72,9 milljörðum jena, jafnvirði 95 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá annar í bókum félagsins. Þrátt fyrir mikið tap er þetta betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 76,6 milljörðum jena. Rúmur helmingur tapsins, tæpir 40 milljarðar jena, eru vegna taps á svokölluðum samúræjabréfum sem bankinn hóf að kaupa af Kaupþingi árið 2006. Samúræjabréf eru skuldabréf sem seld eru japönskum fjárfestum. Þá er hluti af tapinu niðurfærsla á bandaríska verðbréfafyrirtækinu Fortress Investment Group. Af því eru sautján milljarða tengdir falli bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers í september en Nomura keypti flestar eignir bankans í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum. . Þetta er þriðji fjórðungurinn í röð sem fyrirtækið skilar tapi, samkvæmt upplýsingum Reuters.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×