Erlent

Móðir Madeleine grátbað lögregluna um upplýsingar

Kate McCann
Kate McCann
Kate McCann, móðir Madeleine sem hvarf á Portúgal í maí í fyrra, sendi portúgölsku lögreglunni tilfinningaríkt bréf þar sem hún grátbað um að fá að fylgjast með rannsókn málsins. Þetta hefur komið fram eftir að portúgalska lögreglan gerði gögn rannsóknarinnar opinber en hún hefur hætt rannsókn á hvarfi Madeleine.

Móðirin á að hafa beðið um að hætt yrði þeim ásökunarleik sem væri í gangi og farið að leita að litlu fallegu saklausu stúlkunnu sem enn væri saknað.

Bréfið skrifaði hún þremur mánuðum eftir að hún sjálf varð opinberlega grunuð í rannsókninni. Hún fékk ekkert svar við bréfi sínu heldur aðeins formlegt bréf um að bréf hennar yrði meðal opinbera gagna í málinu.

Í bréfinu lýsti hún því hve hún hafi þjáðst eftir að dóttir hennar hvarf. Að hvarf barns sé ein erfiðasta upplifun sem foreldri geti gengið í gegnum.

Bréfið sendi hún til Paulo Rebelo sem tók við rannsókninni í október síðastliðnum. Í bréfinu skrifaði hún að það hafi verið þjáningarfullt hve lítið forverar hans hefðu haft samband við McCann fjölskylduna. Samkvæmt fréttavef Sky hefur Rebelo sjálfur aldrei hitt né talað við McCann fjölskylduna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×