Tónlist

Radiohead er ekki betri

Noel Gallagher forsprakki Oasis er ósáttur við sífelldan samanburð við Radiohead.
Noel Gallagher forsprakki Oasis er ósáttur við sífelldan samanburð við Radiohead.

Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari.

Hann segir að það sé ekki hægt að bera hljómsveitirnar saman. „Mesta gagnrýnin sem við fáum er að við séum ekki eins og Radiohead. Er það ekki rétt hjá mér að þeir hafa verið að gera sömu plötu síðan þeir gáfu út Kid A?"

Noel bætti við: „Ég fíla þá. Þeir eru frábærir á tónleikum en málið er að við spilum aðgengilegt rokk á meðan þeir gera erfiðar rafrænar plötur. Ég er ekki að gagnrýna þá og þess vegna ætti heldur ekki að gagnrýna okkur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.