Sjóðsstjórar Bear Stearns handteknir 19. júní 2008 14:25 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í New York. Starfsemi bankans hefur nú verið innlimuð í JP Morgan. Mynd/AFP Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns. Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti. Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira