Tónlist

Sling veldur flogaveiki

Meðlimir Singapore Sling kynna nýja plötu sína í dag. Sveitin spilar á Airwaves á laugardagskvöldið.
Meðlimir Singapore Sling kynna nýja plötu sína í dag. Sveitin spilar á Airwaves á laugardagskvöldið.

Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe.

Myndbandið hafði verið valið ásamt öðrum íslenskum myndböndum til að vera sýnt í þættinum 120 minutes á MTV en féll á svokölluðu Harding-prófi sem ætlað er til að vernda flogaveika frá því að skaðast af sjónvarpsefni.

Leikstjórinn hreifst af hljómsveitinni og bauðst til að vinna að myndbandinu frítt. Hann kom því til Íslands á seinasta ári og tók myndbandið við Þingvallavatn.

Singapore Sling spilar svo á Nasa kl. 21.30 á laugardagskvöldið. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.