Erlent

Fritzl færður í hryllingskjallarann

Óli Tynes skrifar
Josef Fritzl.
Josef Fritzl.

Austurríski faðirinn Josef Fritzl hefur verið færður í kjallarann þar sem hann hélt Elíabetu dóttur sinni fanginni í 24 ár og nauðgaði henni. Hún fæddi honum sjö börn í prísundinni.

Dómarinn í máli Fritzl vildi fá að sjá kjallarann og hafði sérstakan áhuga á hinni síðustu af átta hurðum sem ganga þurfti um til að komast inn í kjallarann.

Henni var læst með fjarstýrðri rafrænni læsingu. Það þurfti að slá inn sex stafa tölu í fjarstýringuna til þess að opna 300 kílóa þunga hurðina.

Dómarinn vildi líka fá meira að vita um flóttaáætlun Fritzls fyrir dóttur sína og börn þeirra, ef eitthvað kæmi fyrir hann sjálfan.

Fritzl hefur haldið því fram að tímalæsing hefði opnað hurðina til þess að hleypa þeim út. Ekkert slíkt hefur þó fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×