Tónlist

Óútgefið verk eftir The Beatles

Paul McCartney þreifaði snemma fyrir sér í raftónlist og er enn að.
Paul McCartney þreifaði snemma fyrir sér í raftónlist og er enn að.

Fjórtán mínútna spunaverk sem Bítlarnir tóku upp við hljóðritun á Penny Lane í janúar 1967 undir stjórn Pauls McCartney veldur nokkrum deilum um þessar mundir í Bretlandi. Paul vill endilega að tilraunaverkið, sem ber heitið Carnival of light, verði gefið út, en það er frjáls spuni unninn áfram með aðferðum raftónskálda.

Verkið var samið sérstaklega fyrir raftónlistarhátíð í Roundhouse í London sem neðanjarðarblaðið International Times stóð fyrir. Þar var það flutt í fyrsta og eina sinn. Það kom til álita við útgáfu Anthology-safnsins en Ringo Starr og George Harrison vildu ekki hafa það með, McCartney var í mun að gefa það út, en John Lennon vann ýmis verk af svipuðu tagi næstu árin og kom eitt þeirra, Revolution nr. 9, út á Hvíta albúminu.

Í breskum fjölmiðlum er fullyrt að McCartney telji verkið auka hróður sinn sem tónskálds en hann leiddi vinnuna við spunann. Tengist uppljóstrun um tilurð verksins útgáfu þriðja safns tilraunatónlistar sem hann hefur gefið út undir nafninu Fireman. Hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að verkið, Carnival of light, verði gefið út og þá er spurt hvort því fylgi einhverjar aðrar áður óútgefnar tökur með hljómsveitinni. - pbb












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.