Viðskipti innlent

Eimskip komið undir fimm kallinn

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 8,6 prósent í dag og endaði í 4,35 krónum á hlut. Þetta er langmesta fall dagsins en gengi bréfa í félaginu hefur nú lækkað um fimmtíu prósent á einni viku. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, um 8,18 prósent en það er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 6,12 prósent, Marel um 4,68 prósent, í Spron um 3,46 prósent og í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways um 3,09 prósent. Landsbankinn og Glitnir hækkuðu um rúm tvö prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Existu um 2,44 prósent og Bakkavarar um 2,17 prósent. Gengi Atorku lækkaði um 1,23 prósent og Færeyjabanka um 0,33 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,39 prósent og endaði vísitalan í 3.854.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×