Viðskipti innlent

Bakkavör lækkar mest í byrjun dags

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, ásamt Lýði bróður sínum. Þeir stofnuðu saman Bakkavör fyrir rétt rúmum tuttugu árum.
Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, ásamt Lýði bróður sínum. Þeir stofnuðu saman Bakkavör fyrir rétt rúmum tuttugu árum. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna. Gengi bréfa í Atorku hækkaði um 0,2 prósent til skamms tíma í byrjun dags áður en það gaf eftir. Þetta er nokkuð í samræmi við þróun mála á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent og stendur vísitalan í 3.856 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×