Viðskipti erlent

Olíuverð úr himinhæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir methækkun á föstudag. Sérfræðingar segja vara hins vegar við því að olíuverðið geti tekið stökkið upp á við á nýjan leik fljótlega.

Verðið lækkaði um 74 sent á markaði í Bandaríkjunum í morgun og fór í 137,8 dali á tunnu. Verðið fór í rúma 139 dali á tunnu á föstudag og hefur aldrei verið hærra.

Átta stærstu iðnríki heims hafa þrýst á að olíuframleiðsla verði aukin til að koma í veg fyrir verðbólguþrýsting af völdum verðlagsins á svarta gullinu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) segja hins vegar að ekki sé nauðsynlegt að auka framleiðsluna þar eð ekkert bendi til að eftirspurn hafi gengið á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×