Viðskipti erlent

Hráolíuverð slær öll met

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 127,4 dali á tunnu á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Verðið hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum og hefur aldrei verið hærra.

Þá stendur verð á Norðursjávarolíu á markaði í Bretlandi í 125,82 dölum í Bretlandi. Miklu munar um veikingu á gengi bandaríkjadals sem gerir olíuna ódýrari fyrir kaupendur utan Bandaríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC).

Þetta er hins vegar þvert á væntingar eftir að forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, sem telja að draga muni úr eftirspurn eftir olíu á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×