Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem vaxtastigið stendur óbreytt og í samræmi við spár.

Bent hefur verið á að aðstæður í brsku efnahagslífi séu afar krefjandi um þessar mundir, líkur á samdráttarskeiði, atvinnuleysi að aukast og verðbólga í hæstu hæðum. Því geti svo farið að vextir verði lækkaðir fyrir árslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×