Viðskipti erlent

Dregur úr einkaneyslu vestanhafs

Bandaríkjamenn halda að sér höndum og hafa dregið úr einkaneyslu.
Bandaríkjamenn halda að sér höndum og hafa dregið úr einkaneyslu. Mynd/AFP

Einkaneysla jókst um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í apríl. Þetta eru fyrstu vísbendingar um kólnun í bandarísku hagkerfi, að sögn fréttaveitu Bloomberg.

Þetta er helmingi minni aukning en á milli mánaða í mars. Þá nam hún 0,4 prósentum en í takt við spár fjármálasérfræðinga.

Bloomberg segir helstu ástæðuna fyrir þróun mála hækkun á olíuverði, lægri launahækkanir en fólk hafði reiknað með samhliða lækkun fasteignaverðs. Það hafi valdið því að fólk hafi haldið að sér höndum og dregið úr neyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×