Viðskipti innlent

Eimskip hækkar en langmest viðskipti með Össur

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Langmest viðskipti með bréf í Kauphöllinni í dag hafa verið með bréf Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Langmest viðskipti með bréf í Kauphöllinni í dag hafa verið með bréf Össurar. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu er það eina sem hefur hækkað í dag, eða um 0,75 prósent. Önnur hafa lækkað á sama tíma. Mest er fall Bakkavarar, sem hefur farið niður um 4,8 prósent. Gengi bréfa í félaginu stendur í 2,38 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Þá hefur gengi bréfa í Össur fallið um 2,83 prósent og í Marel Food Systems lækkað um 1,82 prósent.

Viðskipti með hlutabréf eru 22 talsins upp á 88 milljónir króna. Meirihluti viðskiptanna er með bréf Össurar upp á 62 milljonir króna.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,68 prósent það sem af er dags og stendur í 643 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×