Sjaldheyrð verk á tónleikum 12. desember 2008 06:00 Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira