Viðskipti erlent

Olíuverð aldrei hærra

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarksaðsverð á hráolíu fór í rúma 130 dali á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Væntingar um að ekki verði unnt verði að svara eftirspurn og veiking bandaríkjadals á stærsta þátt í því að verðmúrinn var rofinn.

Snörp verðhækkun á hráolíuverðinu olli verðlækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær auk þess sem fjárfestar seldu hlutabréf og tóku inn hagnað á þeim eftir hækkun upp á síðkastið.

Reiknað er með enn frekari hækkun á olíuverði á næstunni en bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs sagði líkur á að verðið geti farið yfir 140 dala múrinn á seinni hluta ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×