Viðskipti erlent

Englandsbanki lækkar stýrivexti um 1,5 prósent

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP
Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 1,5 prósent prósent fyrir stundu og fara vextirnir við það í þrjú prósent. Þetta er talsvert meira en reiknað var með en líkt og greint var frá í morgun spáðu því flestir að vextirnir færu niður um eitt prósent í mesta lagi. Stýrivextir í Bretlandi hafa ekki verið lægri síðan árið 1955, samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins. Bankinn stendur frammi fyrir samdrætti í bresku efnahagslífi í kjölfar alþjóðlegrar lausafjárkrísu og hefur verið undir miklum þrýstingi að lækka vextina. Mest er verðfallið á breskum fasteignamarkaði, 13,7 prósent á árinu, þar af um 2,2 prósent í síðasta mánuði, auk þess sem einkaneysla hafi dregist hratt saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×