Innlent

Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi

Haukur Hilmarsson gerir sig líklegan til að komast niður af þaki Alþingis eftir að hann flaggaði Bónusfánanum umtalaða.
Haukur Hilmarsson gerir sig líklegan til að komast niður af þaki Alþingis eftir að hann flaggaði Bónusfánanum umtalaða.
Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu.

Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt.

Haukur á þaki alþingishússins.
Lögregla handtók Hauk í gær þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi.

Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Þann dóm fékk hann fyrir að klifra upp í krana í tengslum við álversframkvæmdir.


Tengdar fréttir

Geir Jón: 400 til 500 mótmælendur þegar mest var

,,Við urðum að beita varnarúða gegn fólki sem var að ryðjast inn í húsið og hafði brotið gler í hurðum til að koma því út úr anddyrinu. En við beittum úðanum ekki gegn fjöldanum," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi.

Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær

Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum.

Mótmæla handtöku á flaggara

Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×