Viðskipti erlent

24timer og MetroXpress í eina sæng

Ákveðið hefur verið að sameina dönsku fríblöðin 24timer og MetroXpress sem hafa verið keppinautar Nyhedsavisen á danska fríblaðamarkaðinum.

Fyrirtækið MetroXpress A/S yfirtekur 24timer sem var áður í eigu danska blaðsins Jyllands Posten.

Viðskiptablaðið Børsen hefur eftir Per Mikael Jensen, forstjóra Metro International, að fyrst um sinn verði blöðin áfram gefin út í sitt hvoru lagi en þó sé stefnan að steypa þeim saman í framtíðinni.

Svenn Dam, forstjóri Nyhedsavisen, segist ekki óttast hinn nýja keppinaut og telur sameiningu blaðanna jákvætt skref. ,,Þótt þessi blöð hafi verið sameinuð þýðir það ekki þar með að þau verði tvöfalt stærri," segir Svenn Dam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×