Erlent

Skrifar bók um rannsóknina á hvarfi Maddie

Gonzalo Amaral, sem um tíma stýrði rannsókn lögreglunnar í Portúgal á hvarfi Madeleine McCann, hefur ákveðið að skrifa bók um málið.

Hann segir að þar muni koma fram eldheitar upplýsingar sem muni valda miklu fjaðrafoki.

Amaral hefur boðað til blaðamannafunda á fimmtudaginn til þess að kynna bókina sem hefur hlotið nafnið Sannar lygar.

Fastlega er gert ráð fyrir því að það verði tilkynnt á morgun að rannsókninni á hvarfi Maddie hafi verið formlega hætt.

Amaral er sagður sannfærður um að Maddie sé látin og vann gegn því að lögregla rannsakaði vísbendingar sem bentu til þess að mannræningjar væru að verki.

Þessi harða afstaða hans leiddi til þess að hann var látin hætta sem stjórnandi rannsóknarinnar í október. Amaral hefur unnið að gerð bókarinnar síðan.

Búist er við að hann hagnist ævintýralega á aðkomu sinni að málinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×