Bílarisar bíða lengur eftir láni 10. desember 2008 21:47 Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári. Bílarisarnir allir bíða þess að bandarískir þingmenn samþykki að veita þeim neyðarlán til að ýta þeim yfir erfiðasta hallan svo fyrirtækin fari ekki í þrot. Verði sú raunin muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Þar af þurfa bílaframleiðendurnir tveir fjórtán milljarða dala stuðning.Gengi bréfa í General Motors féll um þrjú prósent í dag. Gengi bréfa Ford lækkaði lítillega á sama tíma.Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Richard Shelby, öldungadeildarþingmanni Repúlikana frá Alabama, að hann reikni ekki með því að þingið samþykki lánveitingu til fyrirtækjanna alveg á næstunni. Þó megi reikna með að ný tillaga komi inn á borð. Þó megi vel vera að ekkert gerist fyrr en í næstu viku.S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði þrátt fyrir þetta um 1,19 prósent. Dow Jones-vísitalan hækkaði minna, eða um 0,81 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur ekki nægan stuðning öldungadeildarþingmanna vestanhafs til að búa til embætti aðgerða- eða skiptastjóra, sem muni knýja bílarisana General Motors og Chrysler í þrot nái stjórnendur fyrirtækjanna ekki að leggja fram nýja rekstraráætlun í mars á næsta ári. Bílarisarnir allir bíða þess að bandarískir þingmenn samþykki að veita þeim neyðarlán til að ýta þeim yfir erfiðasta hallan svo fyrirtækin fari ekki í þrot. Verði sú raunin muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Þar af þurfa bílaframleiðendurnir tveir fjórtán milljarða dala stuðning.Gengi bréfa í General Motors féll um þrjú prósent í dag. Gengi bréfa Ford lækkaði lítillega á sama tíma.Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Richard Shelby, öldungadeildarþingmanni Repúlikana frá Alabama, að hann reikni ekki með því að þingið samþykki lánveitingu til fyrirtækjanna alveg á næstunni. Þó megi reikna með að ný tillaga komi inn á borð. Þó megi vel vera að ekkert gerist fyrr en í næstu viku.S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði þrátt fyrir þetta um 1,19 prósent. Dow Jones-vísitalan hækkaði minna, eða um 0,81 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira