Viðskipti erlent

Bandarískur hagvöxtur yfir spám

Hagvöxtur var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með.
Hagvöxtur var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með. Mynd/AFP

Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Niðurstaðan kom nokkuð á óvart í jákvæðum skilningi.

Fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með 0,6 prósenta hagvexti á tímabilinu og hafa svartsýnisspámenn hamrað á því að samdráttarskeið sé hafið vestanhafs.

Breska ríkisútvarpið hefur upp úr tölum bandaríska fjármálaráðuneytisins í dag, að hagvöxturinn hafi aukist að hluta vegna minni innflutnings á erlendum vörum og nokkurs stöðugleika í byggingariðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×