Erlent

Byrjaði að skipu­leggja dýflissuna þegar Elísa­bet var 12 ára

Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár, byrjaði að leggja grunn að dýflissu sinni þegar hún var aðeins tólf ára, það er sex árum áður en hann læsti hana inni.

Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í Austurríki fyrr í dag. Þá hefur einnig komið fram að hann lét dóttur sína, Elísabet, hjálpa sér við að byggja dýflissuna. Eins og fram hefur komið nauðgaði Josef henni ítrekað á meðan á vistinni stóð og eignaðist hún sjö börn með honum.

Saksóknarar í Austurríki greindu enn fremur frá því í dag að þeir myndu ræða við Fritzl á miðvikudag eða fimmtudag en hann hefur viðurkennt brot sín. Fram hefur komið að lögmaður Fritzl hyggist fara fram á það að hann verði úrskurðaður ósakhæfur sökum geðveilu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×