Af hverju einhliða upptaka evru er ekki góður kostur 12. nóvember 2008 00:01 Ásgeir Jónsson hagfræðingur Það er margreynt lögmál að gjaldeyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lögmál hefur því miður sannast á Íslandi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur. Smáir gjaldmiðlar skapa vandræði fyrir fjármálastarfsemi vegna þess að þeir missa auðveldlega greiðsluhæfi sitt og frysta þannig eignamarkaði í viðkomandi landi. Það veldur því að jafnvel bankar með þokkalega eignastöðu geta lent í lausafjárvanda þar sem þeir sitja uppi með ógreiðsluhæfar (e. illiquid) innlendar eignir en erlendar lausafjárkröfur sem getur endað með greiðsluþroti - líkt og gerðist hérlendis nú í október. Það er engum blöðum um það að fletta að íslenska krónan, eða öllu heldur sú ákvörðun Íslendinga að prenta sinn eigin gjaldmiðil, á stóran þátt í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir landið. Það er einnig til efs að krónan geti verið framtíðargjaldmiðill Íslendinga - sérstaklega ef það er haft í huga að öll helstu efnahagsvandamál landsins frá sjálfstæði hafa með einverjum hætti tengst gjaldeyrismarkaðinum eða peningamálastjórnun landsins. En samt sem áður. Lausn vandans felst því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda. Staðan er einfaldlega sú að landsmenn þurfa á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hlýtur að miðast við útflutning. Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er. Flest bendir til þess að slík fleyting geti gengið vel ef fjárstyrkur fæst að utan - og ef landsmenn sjálfir ákveða að treysta gjaldmiðli sínum á nýjan leik en tapa ekki þeirri orrustu áður en hún hefst. Einhliða upptaka getur skapað bankaáhlaupRíkisstjórn Íslands getur hæglega breytt um verðmæli í landinu og sett erlent grunnfé í umferð til fjármálakerfisins þannig að íslenskar innstæður standi í evrum. Sú ráðstöfun ein og sér fjölgar þó ekki þeim evrum sem raunverulega eru til staðar í landinu. Einhliða upptaka felur það í rauninni í sér að gjaldeyrissjóður landsins er ekki lengur til hliðar við fjármálakerfið, á reikningum Seðlabankans, til varnar greiðsluhæfi krónunnar. Þess í stað er gjaldeyrissjóðnum varpað inn í bankakerfið sem grunnfé sem peningamargföldunin byggir á (e. the money multiplier process). Ef til að mynda, almenningur fær vantraust á fjármálakerfinu, óttast afskipti stjórnmálamanna, afnám bankaleyndar og svo framvegis, og ákveður að millifæra innstæður sínar út úr landinu felur það í sér útflæði út úr íslensku bönkunum sem skapar lausafjárskort. Það gæti síðan hæglega þróast til þess að vera fullkomið bankaáhlaup þar sem fólk reynir að ná evruseðlum út úr bankanum sínum. Í slíkum aðstæðum getur Seðlabanki Íslands ekki brugðist við sem lánveitandi til þrautarvara þar sem peningaprentun í krónum er ekki lengur möguleg en verður að taka erlent lán til þess að mæta lausafjárþörf bankanna. Mjög hæglega er hægt að sjá fyrir sér atburðarás sem endar með nýju bankagjaldþroti hérlendis þar sem almenningur dregur allt lausafé út úr bankakerfinu á sama tíma og íslensk stjórnvöld standa ráðalaus hjá. Nýja Ísland byggir á útflutningiÞrátt fyrir að krónan eigi nokkra sök á því hvernig komið er fyrir efnahagslífi landsins, eins og að ofan er lýst, hlýtur tilvist þjóðarmyntar að hjálpa til við lausn vandans þegar litið er til næstu missera. Lágt gengi hefur þann kost að útflutningsgeirar efnahagslífsins verða ákaflega hagkvæmir og munu því geta farið að færa út kvíarnar um leið og fjármálakerfið kemst í starfhæft form. Þannig munu skapast ný störf og hagvöxtur. Og þannig mun einnig skapast afgangur á viðskiptum við útlönd sem mun geta greitt niður erlendar skuldir og byggt upp eignastöðu landsins á nýjan leik. Lágt gengi þýðir aftur á móti lægri kaupmátt og lakari lífskjör um einhvern tíma. En um leið og útflutningsgeirinn byggist upp skapast jafnframt forsendur fyrir gengishækkun og verðmætahækkun á krónusparnaði landsmanna. Skipti á krónum og evrum við núverandi lággengi er að mörgu leyti ósanngjörn fyrir sparifjáreigendur landsins þar sem þeir sitja uppi með varanlegt verðmætatap með því að þurfa að skipta öllum sínum fjármunum í evrur á núverandi gengi en geta ekki notið hagnaðar af efnahagsbata landsins og gengishækkun. Krónan er öryggisvariVitanlega er bankaáhlaup með þeim formerkjum sem lýst er að ofan vel mögulegt í fjármálakerfi þar sem grunnféð er í krónum - til að mynda þegar opnað verður fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti að nýju. Hins vegar gefur þjóðargjaldmiðill mun meiri möguleika á að bregðast við slíku, s.s. með prentun peninga. Aukinheldur mun gjaldeyrismarkaðurinn refsa áhlaupendum með verðfalli á krónunni. Af tvennu illu er mun betra að búa við of lágt skráðan gjaldmiðil en bankakerfi án lausafjár. Eins og staðan er nú hefur tiltrú almennings veikst á fjármálakerfi og stjórnkerfi landsins auk þess sem Ísland virðist ekki hafa neinn trúverðugan bakhjarl sem t.d. getur tryggt aðgang landsins að erlendu lausafé. Við þessar aðstæður verður ekki annað séð en að einhliða upptaka geti mjög verið mjög áhættusöm. Sá sem hér ritar hefur allt frá fæðingu evrunnar 1999 verið þeirrar skoðunar að upptaka hennar í myntsamstarfi við Evrópu þjóni best hagsmunum landsins. Það verður aðeins gert með aðstoð ESB í aðlögunarferli sem kennt er við ERM II þar sem upptökugengi og efnahagur landsins er stilltur saman - allt þar til þess að Seðlabanki Evrópu kaupir upp allt krónuframboð lands með evrum og Seðlabanki Íslands fær ákveðin réttindi sem lánveitandi til þrautarvara. Ekki er loku fyrir það skotið að einhliða upptaka annarrar myntar í framtíðinni ef þátttaka í myntbandalagi er af einhverjum ástæðum ekki möguleg - en það getur alls ekki gerst á tímum fjármálakreppu líkt og nú. Það verkefni blasir nú við landsmönnum að endurreisa fjármálakerfið og það verður aðeins gert með því að treysta á þjóðargjaldmiðilinn sem við sjálf höfum stjórn á. Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Það er margreynt lögmál að gjaldeyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lögmál hefur því miður sannast á Íslandi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur. Smáir gjaldmiðlar skapa vandræði fyrir fjármálastarfsemi vegna þess að þeir missa auðveldlega greiðsluhæfi sitt og frysta þannig eignamarkaði í viðkomandi landi. Það veldur því að jafnvel bankar með þokkalega eignastöðu geta lent í lausafjárvanda þar sem þeir sitja uppi með ógreiðsluhæfar (e. illiquid) innlendar eignir en erlendar lausafjárkröfur sem getur endað með greiðsluþroti - líkt og gerðist hérlendis nú í október. Það er engum blöðum um það að fletta að íslenska krónan, eða öllu heldur sú ákvörðun Íslendinga að prenta sinn eigin gjaldmiðil, á stóran þátt í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir landið. Það er einnig til efs að krónan geti verið framtíðargjaldmiðill Íslendinga - sérstaklega ef það er haft í huga að öll helstu efnahagsvandamál landsins frá sjálfstæði hafa með einverjum hætti tengst gjaldeyrismarkaðinum eða peningamálastjórnun landsins. En samt sem áður. Lausn vandans felst því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda. Staðan er einfaldlega sú að landsmenn þurfa á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hlýtur að miðast við útflutning. Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er. Flest bendir til þess að slík fleyting geti gengið vel ef fjárstyrkur fæst að utan - og ef landsmenn sjálfir ákveða að treysta gjaldmiðli sínum á nýjan leik en tapa ekki þeirri orrustu áður en hún hefst. Einhliða upptaka getur skapað bankaáhlaupRíkisstjórn Íslands getur hæglega breytt um verðmæli í landinu og sett erlent grunnfé í umferð til fjármálakerfisins þannig að íslenskar innstæður standi í evrum. Sú ráðstöfun ein og sér fjölgar þó ekki þeim evrum sem raunverulega eru til staðar í landinu. Einhliða upptaka felur það í rauninni í sér að gjaldeyrissjóður landsins er ekki lengur til hliðar við fjármálakerfið, á reikningum Seðlabankans, til varnar greiðsluhæfi krónunnar. Þess í stað er gjaldeyrissjóðnum varpað inn í bankakerfið sem grunnfé sem peningamargföldunin byggir á (e. the money multiplier process). Ef til að mynda, almenningur fær vantraust á fjármálakerfinu, óttast afskipti stjórnmálamanna, afnám bankaleyndar og svo framvegis, og ákveður að millifæra innstæður sínar út úr landinu felur það í sér útflæði út úr íslensku bönkunum sem skapar lausafjárskort. Það gæti síðan hæglega þróast til þess að vera fullkomið bankaáhlaup þar sem fólk reynir að ná evruseðlum út úr bankanum sínum. Í slíkum aðstæðum getur Seðlabanki Íslands ekki brugðist við sem lánveitandi til þrautarvara þar sem peningaprentun í krónum er ekki lengur möguleg en verður að taka erlent lán til þess að mæta lausafjárþörf bankanna. Mjög hæglega er hægt að sjá fyrir sér atburðarás sem endar með nýju bankagjaldþroti hérlendis þar sem almenningur dregur allt lausafé út úr bankakerfinu á sama tíma og íslensk stjórnvöld standa ráðalaus hjá. Nýja Ísland byggir á útflutningiÞrátt fyrir að krónan eigi nokkra sök á því hvernig komið er fyrir efnahagslífi landsins, eins og að ofan er lýst, hlýtur tilvist þjóðarmyntar að hjálpa til við lausn vandans þegar litið er til næstu missera. Lágt gengi hefur þann kost að útflutningsgeirar efnahagslífsins verða ákaflega hagkvæmir og munu því geta farið að færa út kvíarnar um leið og fjármálakerfið kemst í starfhæft form. Þannig munu skapast ný störf og hagvöxtur. Og þannig mun einnig skapast afgangur á viðskiptum við útlönd sem mun geta greitt niður erlendar skuldir og byggt upp eignastöðu landsins á nýjan leik. Lágt gengi þýðir aftur á móti lægri kaupmátt og lakari lífskjör um einhvern tíma. En um leið og útflutningsgeirinn byggist upp skapast jafnframt forsendur fyrir gengishækkun og verðmætahækkun á krónusparnaði landsmanna. Skipti á krónum og evrum við núverandi lággengi er að mörgu leyti ósanngjörn fyrir sparifjáreigendur landsins þar sem þeir sitja uppi með varanlegt verðmætatap með því að þurfa að skipta öllum sínum fjármunum í evrur á núverandi gengi en geta ekki notið hagnaðar af efnahagsbata landsins og gengishækkun. Krónan er öryggisvariVitanlega er bankaáhlaup með þeim formerkjum sem lýst er að ofan vel mögulegt í fjármálakerfi þar sem grunnféð er í krónum - til að mynda þegar opnað verður fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti að nýju. Hins vegar gefur þjóðargjaldmiðill mun meiri möguleika á að bregðast við slíku, s.s. með prentun peninga. Aukinheldur mun gjaldeyrismarkaðurinn refsa áhlaupendum með verðfalli á krónunni. Af tvennu illu er mun betra að búa við of lágt skráðan gjaldmiðil en bankakerfi án lausafjár. Eins og staðan er nú hefur tiltrú almennings veikst á fjármálakerfi og stjórnkerfi landsins auk þess sem Ísland virðist ekki hafa neinn trúverðugan bakhjarl sem t.d. getur tryggt aðgang landsins að erlendu lausafé. Við þessar aðstæður verður ekki annað séð en að einhliða upptaka geti mjög verið mjög áhættusöm. Sá sem hér ritar hefur allt frá fæðingu evrunnar 1999 verið þeirrar skoðunar að upptaka hennar í myntsamstarfi við Evrópu þjóni best hagsmunum landsins. Það verður aðeins gert með aðstoð ESB í aðlögunarferli sem kennt er við ERM II þar sem upptökugengi og efnahagur landsins er stilltur saman - allt þar til þess að Seðlabanki Evrópu kaupir upp allt krónuframboð lands með evrum og Seðlabanki Íslands fær ákveðin réttindi sem lánveitandi til þrautarvara. Ekki er loku fyrir það skotið að einhliða upptaka annarrar myntar í framtíðinni ef þátttaka í myntbandalagi er af einhverjum ástæðum ekki möguleg - en það getur alls ekki gerst á tímum fjármálakreppu líkt og nú. Það verkefni blasir nú við landsmönnum að endurreisa fjármálakerfið og það verður aðeins gert með því að treysta á þjóðargjaldmiðilinn sem við sjálf höfum stjórn á.
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira