Innlent

Sýkna og sekt fyrir Birgi Pál - Refsing ákveðin í kvöld

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði í dag að Birgir Páll Marteinsson væri ekki sekur um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Birgir er hins vegar ekki laus allra mála því kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um vörslu á fíkniefnum.

Kviðdómurinn kemur aftur saman klukkan 20 í kvöld til þess að ákveða hve langann dóm hann fái fyrir vörsluna. Saksóknari krafðist þess að hann verði dæmdur í 15 ára fangelsi en fyrst hann var sýknaður af aðild að Pólstjörnumálinu má búast við því dómurinn verði nokkuð vægari en það.

Með Pólstjörnumálnu er átt við smyglið sem upp komst þegar skúta full af fíkniefnum var tekin á Fáskrúðsfirði. Skútunni var siglt hingað frá Danmörku en hún hafði viðkomu í Færeyjum þar sem Birgir Páll tók við tveim kílóum af amfetamíni frá skipverjum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×