Viðskipti innlent

Krónan fellur um rúm tvö prósent

Evrur, sem hafa aldrei verið dýrari í krónum talið.
Evrur, sem hafa aldrei verið dýrari í krónum talið.
Gengi krónunnar féll um rúm tvö prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 182 stigum. Þegar verst lét eftir opnun gjaldeyrismarkaða fór hún niður um 2,5 prósent. Bandaríkjadalur kostar 95,6 krónur, ein evra 139,7 krónur, eitt breskt pund 176 krónur og ein dönsk króna 18,7 krónur. Engin myntanna hefur nokkru sinni verið svo dýr en bandaríkjadalur stóð síðast í þessum hæðum í apríl árið 2002 en þá var dollarinn að stíga niður úr methæðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×