Viðskipti erlent

Fjárfestingarrisi í mínus

Stephen Schwarzman, forstjóri Blackstone Group.
Stephen Schwarzman, forstjóri Blackstone Group. Mynd/AFP

Blackstone Group, umsvifamesta fjárfestingarfélag heims, tapaði 66,5 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Félagið hagnaðist um 838,5 milljónir dala eftir skatt á sama tíma í fyrra.

Tapið nemur sex sentum á hlut samanborið við 75 senta hagnað í fyrra og undir væntingum.

Blackstone var skráð á bandarískan hlutabréfamarkað í júní í fyrra og fór í hæsta gengi á fyrsta degi, í 35 dali á hlut. Það hefur lækkað hratt síðan og fór lægst í rúma 14,5 dali á hlut um miðjan mars. Það stendur nú í rúmum 19,3 dölum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×