Held að Grindvíkingar séu hræddir við Snæfellinga 10. apríl 2008 12:26 Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í lokin á fyrsta leiknum Mynd/Víkurfréttir/JónBjörn Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson telur Grindvíkinga eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum í Stykkishólmi í kvöld þegar þeir mæta Snæfelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í fyrsta leiknum þar sem þeir glutruðu niður forystu á lokasprettinum og töpuðu 97-94. Þeir gulklæddu hafa ekki sótt gull í greipar Hólmara í vetur og Svali á von á erfiðu verkefni fyrir Grindvíkinga og hallast að því að Snæfell fari í úrslitin. "Grindvíkingar gáfu Snæfellingum sigurinn í fyrsta leiknum, sem er afar óvenjulegt, því þeir eru ekki vanir að vera gjafmildir á heimavelli. Snæfell var að spila frekar illa og óskynsamlega í þessum leik og því má segja að Grindavíkurliðið hafi þar misst af stóra tækifærinu. Með þessari gjöf geta Grindvíkingar farið að bóka sumarfríin sín, þó ég óski þess heitt að þetta einvígi fari í sem flesta leiki," sagði Svali í samtali við Vísi í dag. "Ég held að Grindvíkingar séu enn að finna taktinn eftir komu Helga Jónasar og Jamaal Williams og það er varasamt að gera breytingar á liðinu svona skömmu fyrir úrslitakeppnina. Ég held að Snæfellingar stýri leiknum betur í kvöld, verði agaðari og passi betur upp á boltann. Grindvíkingar þurfa að fá algjöran toppleik til að vinna sigur í kvöld og fá það besta frá öllum sínum mönnum. Annars held ég að Grindvíkingar séu hræddir við Snæfellinga, ég greindi það í fyrsta leiknum," sagði Svali. Grindvíkingar bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis rútufar í Hólminn í kvöld svo lengi sem pláss leyfir, en rútan mun fara frá íþróttahúsinu í Grindavík 15:00 í dag. Leikurinn í Stykkishólmi hefst klukkan 19:15. Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson telur Grindvíkinga eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum í Stykkishólmi í kvöld þegar þeir mæta Snæfelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í fyrsta leiknum þar sem þeir glutruðu niður forystu á lokasprettinum og töpuðu 97-94. Þeir gulklæddu hafa ekki sótt gull í greipar Hólmara í vetur og Svali á von á erfiðu verkefni fyrir Grindvíkinga og hallast að því að Snæfell fari í úrslitin. "Grindvíkingar gáfu Snæfellingum sigurinn í fyrsta leiknum, sem er afar óvenjulegt, því þeir eru ekki vanir að vera gjafmildir á heimavelli. Snæfell var að spila frekar illa og óskynsamlega í þessum leik og því má segja að Grindavíkurliðið hafi þar misst af stóra tækifærinu. Með þessari gjöf geta Grindvíkingar farið að bóka sumarfríin sín, þó ég óski þess heitt að þetta einvígi fari í sem flesta leiki," sagði Svali í samtali við Vísi í dag. "Ég held að Grindvíkingar séu enn að finna taktinn eftir komu Helga Jónasar og Jamaal Williams og það er varasamt að gera breytingar á liðinu svona skömmu fyrir úrslitakeppnina. Ég held að Snæfellingar stýri leiknum betur í kvöld, verði agaðari og passi betur upp á boltann. Grindvíkingar þurfa að fá algjöran toppleik til að vinna sigur í kvöld og fá það besta frá öllum sínum mönnum. Annars held ég að Grindvíkingar séu hræddir við Snæfellinga, ég greindi það í fyrsta leiknum," sagði Svali. Grindvíkingar bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis rútufar í Hólminn í kvöld svo lengi sem pláss leyfir, en rútan mun fara frá íþróttahúsinu í Grindavík 15:00 í dag. Leikurinn í Stykkishólmi hefst klukkan 19:15.
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik