Innlent

Lögregluleit í klefa Guðbjarna

Ungi Íslendingurinn var leystur úr einangrun síðdegis í gær.
Ungi Íslendingurinn var leystur úr einangrun síðdegis í gær.
Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Traustason Pólstjörnufangi dvaldi í í Færeyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls.

Einangrunarvist yfir íslenska manninum var aflétt síðdegis í gær, en hann er enn í gæsluvarðhaldi þar til dómur hefur gengið í málinu.

Ástæða leitarinnar var sú að grunur vaknaði um að Guðbjarni væri með gögn úr Pólstjörnumálinu meðferðis, þar á meðal gögn sem send höfðu verið frá lögreglunni í Færeyjum til starfsbræðra hér á landi vegna rannsóknar málsins.

Í Færeyjum er ekki heimilt að sakborningur né vitni hafi slík gögn undir höndum, einungis verjandi sakbornings meðan á rannsókn og málflutningi stendur. Lögregla spurði Guðbjarna í fyrrakvöld hvort hann væri með umrædd gögn undir höndum. Þegar hann gaf ekki út á það var ákveðið að leita í klefa hans.

Hann var svo kallaður fyrir dóm aftur í gærmorgun, eftir að gögnin fundust. För hans til Íslands seinkaði af þeim sökum. Saksóknari ítrekaði við Guðbjarna og færeyska kviðdóminn að hann hefði ekki aðhafst neitt saknæmt með þessu, því enginn hefði sagt honum að varsla skjalanna væri óheimil ytra. Í klefa hans fannst einnig tölva, sem hann hafði ekki fengið leyfi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×