Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 8. apríl 2008 00:40 Maðurinn hefur setið í einangrun í Þórshöfn í Færeyjum. „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“ Pólstjörnumálið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“
Pólstjörnumálið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira