Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu 2. apríl 2008 18:26 Keppinautur gagnrýnir að eingöngu Hagar og Kaupás virðist fá lóðir undir verslanir í höfuðborginni. „Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh
Markaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira