Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho 20. desember 2007 15:43 Eiður og Ronaldinho eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum. Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum.
Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira